Prófessor við HA gefur út 5 binda bókaflokkMynd/HA

Prófessor við HA gefur út 5 binda bókaflokk

Á næstu árum kemur út fimm binda bókaflokkurinn Heimspekibrot eftir Giorgio Baruchello, prófessor við Háskólann á Akureyri. Bókaflokkurinn verður gefinn út af kanadíska forlaginu Northwest Passage Books og bækurnar munu koma út á árunum 2025–2027. Þær munu innihalda fjölbreytta heimspekilega texta, þar á meðal gamanleikrit, smásögur og háðsádeilur, þar sem léttleiki og dýpt mætast á einstakan hátt. Verkefnið sameinar skop og alvarleika og fjallar meðal annars um tengsl húmors og grimmdar í samtímanum. Hver bók fær sérhannaða kápu með listaverkum eftir þekkta alþjóðlega ljósmyndara.

Öll höfundarlaun renna til góðgerðarsamtaka í Guelph í Ontario, Kanada. „Hann bjó í borginni þegar hann var við doktorsnám og á þangað enn sterkar tengingar. Þannig tengir Giorgio afrakstur fræðistarfa sinna við samfélagslega ábyrgð – í anda gagnrýninnar hugsunar og mannúðar,“ segir á vef HA.