Leikritið Prinsinn, eftir Maríu Reyndal og Kára Viðarsson, verður sýnt í Hofi á Akureyri 17. og 18. maí. Um samstarf við Þjóðleikhúsið og Frystiklefann á Rifi er að ræða en verkið verður sýnt víða um land áður en sýningar hefjast í Þjóðleikhúsinu í haust.
Prinsinn er nýtt, íslenskt verk og byggir á reynslu Kára sem horfðist í augu við það sautján ára gamall að eiga von á barni. María Reyndal leikstýrir verkinu, en auk Kára leika þau Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Sólveig Guðmundsdóttir og Birna Pétursdóttir í sýningunni.
Miðasala er hafin á mak.is
UMMÆLI