NTC

Óskalagatónleikar Akureyrarkirkju á sínum stað um verslunarmannahelgina

Óskalagatónleikar Akureyrarkirkju á sínum stað um verslunarmannahelgina

Að venju verða óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju um verslunarmannahelgina. Söngvararnir Óskar Pétursson og Ívar Helgason munu syngja óskalög tónleikagesta og Eyþór Ingi Jónsson spilar með á píanó og Hammond.

Tónleikagestir velja lögin af löngum lista laga. Að venju verður stutt í grín og glens hjá þeim félögum. Óskar og Eyþór hafa haldið þessa tónleika frá árinu 2010 en undanfarið hefur fjöllistamaðurinn og söngvarinn frábæri Ívar Helgason verið með.

Mæting hefur alltaf verið frábær og kirkjan nánast alltaf full af glöðu fólki. “Leynigestur” tónleikanna verður Birkir Blær. Hljóðmaður Trausti Már Ingólfsson Miðaverið er 4000 kr og eru miðar aðeins seldir við innganginn. Húsið opnar kl. 19.15

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó