Mikil örtröð var í Bónus Naustahverfi í dag, þar sem um ákveðna rýmingarsölu var að ræða vegna væntanlegra breytinga á búðinni en allar vörur voru með 30% afslætti.
Allt kjöt og helstu vörur kláraðust á fyrsta klukkutímanum í dag og í samtali við mbl.is taldi Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus að ekki hefði verið meira en þriðjungur eftir af öllum vörum í búðinni um fimmleytið.
Björgvin taldi tímann sem það tók við að fara inn í búðina og gegnum hana alla vera um tvo klukkutíma en í samtali við Vísi sagði Baldur Helga Benjamínsson sig vera búinn að vera í þrjá klukkutíma í búðinni fyrr í dag.