Örn Árnason mætir í Samkomuhúsið á Akureyri 20. og 21. apríl með sýninguna sína Sjitt, ég er 60+. Sýningin fjallar um það þegar fólk uppgötvar skyndilega að aðeins nokur ár eru í eftirlauna aldurinn og að árin hafa þotið hjá.
Örn rennir sér nú fótskriðu inn á sjötugsaldurinn með persónulegri, fjörugri, einlægri og umfram allt bráðskemmtilegri sýningu. Örn horfist í augu við sjálfan sig, ferilinn og ýmsa góðkunningja sem hafa fylgt honum og íslensku þjóðinni í gegnum árin, rifjar upp gömul og góð kynni og horfir fram á veginn.
„Meðalævi íslendinga eru samkvæmt vísindavefnum 84.1 ár hjá konum en 81 á hjá körlum. Þegar maður er orðinn 62 ára þá eru hlutfallslega ekki mörg ár eftir…þá er eins gott að hafa hraðann á og gera ýmislegt sem maður á eftir að gera,“ segir Örn í spjalli við Kaffið.
Í sýningunni er tónlistin skammt undan, og líkt og oft áður er það Jónas Þórir Þórisson sem leikur hér ásamt Erni við hvern sinn fingur.
Miðasala fer fram á Tix.is.
UMMÆLI