Sumardaginn fyrsta, 24. apríl, kl. 12-15 verður boðið upp á opna listsmiðju fyrir alla aldurshópa í Listasafninu. Alls konar efniviður verður á staðnum og öll velkomin. Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð á Akureyri og aðgangur að safninu er ókeypis í tilefni Eyfirska safnadagsins.
Laugardaginn 26. apríl kl. 15 verður svo boðið upp á almenna leiðsögn um sýningar Emilie Palle Holm, Brotinn vefur, og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Í fullri fjöru. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn í boði um sýningarnar daginn eftir, sunnudaginn 27. apríl kl. 11-12. Aðgangur að fjölskylduleiðsögninni er ókeypis í boði Norðurorku og að henni lokinni er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna. En aðgangur að almennu leiðsögninni er innifalinn í aðgöngumiða á safnið.
Frekar upplýsingar má finna á vef Listasafnsins.