NTC

Opið fyrir jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis

Opið fyrir jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis

Í dag, 27. nóvember, var fyrsti dagur símavaktar jólaaðstoðar hjá Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðis en hægt er að sækja um í síma 570-4270, 27. og 28. nóvember og 4. og 5. desember klukkan 10.00 til 13.00.

Rafrænar umsóknir opnuðu 16. nóvember og opið er fyrir rafrænar umsóknir til og með 6. desember. Lokað verður fyrir umsóknir á miðnætti miðvikudagskvöldið 6. desember. Smelltu hér fyrir rafræna umsókn.

„Við hvetjum ykkur til að láta orðið berast, svo aðstoðin fari ekki framhjá neinum sem á þarf að halda,“ segir á vef Akureyrarkirkju.

Sambíó

UMMÆLI