Öldungamótið í blaki á Akureyri

Öldungamótið í blaki á Akureyri

Öldungamótið í blaki er haldið er á Akureyri dagana 28. til 30. apríl næstkomandi af KA og Völsungi.

Spilað verður á 13 völlum á Akureyri (8 í Boganum, 2 í KA-Heimilinu og 3 í Síðuskóla) og 3 völlum á Húsavík.

Á föstudags- og laugardagskvöldunum verður skemmtikvöld í KA-Heimilinu og svo endar helgin með glæsilegu lokahófi á sunnudeginum í Boganum.

Gert er ráð fyrir um 1500 til 1600 keppendum sem gerir þetta af einum af stærsta íþróttaviðburði sem haldinn er á Akureyri í ár.

Búið er að gera lag fyrir mótið í ár og er það meðfylgjandi.

Guðni Bragasson samdi texta og sá um upptökur. Söngur: Svava Steingrímsdóttir, Edda Björg Sverrisdóttir, Valdís Jósefsdóddir og Ágústa Gísladóttir, blakkonur úr Völsungi.

Facebook síða mótsins : https://www.facebook.com/oldungur2023
Instagram:  https://www.instagram.com/oldungur2023/

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó