‚Óbundið‘ – Sýning Lindu Berkley opnar í Deiglunni á laugardaginnLjósmyndir: Gilfélagið

‚Óbundið‘ – Sýning Lindu Berkley opnar í Deiglunni á laugardaginn

Myndlistarkonan Linda Berkley er gestalistamaður Gilfélagsinns í apríl 2025. Sýning hennar, ‚Untethered‘ (Óbundið), opnar í Deiglunni laugardaginn 26. apríl næstkomandi kl. 14.00. Sýningin verður opin frá 14 til 17 bæði laugardag og sunnudag.

‚Untethered‘

„Mig hefur dreymt um að koma aftur til Íslands. Ég er enn djúpt snortinn af kynningu minni af sláandi umfangi og stærð íslensks landslags/sjávarlandslags/himinlandslags. Áhrifum þess á íslenska menningu og listræn sjónarhorn, sem ég upplifði sem gestalistamaður á NES vinnustofum á Skagaströnd fyrir tíu árum,“ segir Linda í tilkynningu frá Gilfélaginu,.

Um þessar mundir vinnur Linda með ‘Rozome’, ‘Roketsuzome’ og ‘Katazome’ (japanska tækni) og náttúruleg litarefni; hún kannar útgeislun og  innbyrðis tengsl lita, jafnvægi í hönn sem er óbundin vestrænu sjónarhorni eða línugæðum. Í list sinni byggir Linda á sterkri teikningu, tilraunakenndri Rozome-tækninni og vatnslitarannsóknum. Rannsóknir sem skila sér í sjónrænum mynstrum, táknum og tjáningu; samsvörun milli hinns innri heims og þess ytri.

Berkley mun kynna sýningu sína „Untethered“ í sal Deiglunnar 26. og 27. apríl, frá 14:00–17:00 á báða dagana, Á sýningunni sýnir hún afrakstur sköpunar sinnar í teikningu, vatnslitum og tilraunakenndu japönsku málverki („Rozome“, byggt á hefðbundinni kimono hönnun). Linda Berkley mun einnig halda skyggnukynningu á verkum sínum þar sem hún útskýrir ferlið við japönsku litunaraðferðirnar ‘Rozome’ og ‘Katazome’ laugardaginn 26. apríl klukkan 15:00.

Linda Berkley er myndlistarkona sem býr við norðvesturströnd Kyrrahafsins með eiginmanni sínum og ketti, vinnur á vinnustofu sinni og í náttúrunni til að fagna sköpunarferlinu og krafti athugunarinnar. Nánar um hana á heimasíðu hennar.

Linda lét af störfum sem kennari eftir 27 ár sem háskólalistprófessor. Menntunarbakgrunnur hennar felur í sér BFA Museum School of Fine Arts, Boston, MFA University of Arizona og vísindaleg námsskírteini myndskreytingu frá háskólanum í Washington. Hún hefur sótt gestavinnustofur í Japan, DrawInternational Frakklandi, Vermont Studio School og Anderson Ranch, Colorado.

Sambíó
Sambíó