Nýr veitingastaður opnaður á Siglufirði í dagMynd/Smári - Veitingageirinn.is

Nýr veitingastaður opnaður á Siglufirði í dag

Fiskbúð Fjallabyggðar breytist í veitingastað frá og með deginum í dag. Eigendurnir, Valgerður Þorsteinsdóttir og Hákon Sæmundsson, segja breytinguna gerða vegna erfiðleika við rekstur fersks fiskborðs á minni stöðum, enn verður þó í boði að fá ýmsan frosinn fisk.

„Við ætlum að byrja á að hafa í boði okkar vinsæla fisk og franskar, fiskipizzu og stefnan er að bjóða upp á rjúkandi heitan plokkfisk með rúgbrauði og smjöri,“ segja þau um nýjan matseðli við veitingageirinn.is

Veitingastaðurinn verður í hjarta Fjallabyggðar og leggur áherslu á gæði og ferskt hráefni. Opnað var í dag kl. 11:00 og staðurinn verður opinn yfir páskana. Að páskum loknum opnar hann aftur í byrjun júní. Eigendurnir eru bjartsýn á sumarið og búast við góðum ferðamannastraumi.

Lesa má frétt í heild sinni á veitingageirinn.is