A! Gjörningahátíð

Nýr heitur pottur í Sundlaug Akureyrar – Myndir

Nýr heitur pottur í Sundlaug Akureyrar – Myndir

Sundlaug Akureyrar hefur tekið miklum breytingum undanfarið ár og framkvæmdir standa enn yfir. Nýjasta viðbótin er nýr heitur pottur sem verið er að leggja lokahönd á um þessar mundir. Eins og Kaffið greindi frá nýlega hefur einnig verið ákveðið að fara í framkvæmdir á nýjum sundlaugagarði og stefnt er að því að þeim framkvæmdum ljúki í júlí í sumar.

Þar stendur til að útbúa sólbaðsaðstöðu og leikvsvæði fyrir börn með grænu svæði. Á svæðinu verður gervigras fyrir leiki, ærslabelgir og fleiri leiktæki. Svæðið verður allt girt af sem kemur til með að bæta ásýnd svæðisins. Samkvæmt heimildum Vikudags kemur framkvæmdin til með að kosta í kringum 100 milljónir, stærstu hluti þeirrar upphæðar fer í girðinguna kringum svæðið.

 

Sjá einnig:

Sundlaugagarður opnar í sumar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó