A! Gjörningahátíð

Nýjung í sumarfrístundastarfi krakka og unglinga á Akureyri

Nýjung í sumarfrístundastarfi krakka og unglinga á Akureyri

Í sumar er boðið upp á spennandi nýjung í frístundastarf fyrir krakka og unglinga á Akureyri og nágreni þess. Um er að ræða sumarnámskeið í hlutverkaspilum og safnspilaleikjum. Leikirnir eru mikil hugaríþrótt og reyna á sköpun, hugkvæmni, þrautseigju og efla félagsleg tengsl í skjálausu umhverfi. Þetta er viðbót við fjölbreytta flóru frístundastarfs á svæðinu og eykur enn líkurnar á að allir finni sér eitthvað við sitt hæfi. 

Goblin Spilamiðstöð hlaut í vetur styrk frá SSNE til þess að þróa þessa nýjung. 

Fyrir krakka sem fæddir eru 2010-2014 eru í boði námskeið í Pokémon TCG og D&D. Fyrir unglinga fædda 2007-2010 er boðið upp á Magic the Gathering TCG og D&D.  

Næsta vetur er svo stefnt á að bjóða upp á skipulagðar vikulegar æfingar í þessum leikjum fyrir þennan aldur. Þess má geta að í t.d. mörgum safnspilaleikjum fara fram stórarar alþjólegar keppnir víðsvegar um heim. Þátttaka í slíkum keppnum kerfst mikillar þjálfunar og undirbúnings líkt og raf- og hefðbundnum íþróttum. 

Dagskrá námskeiðana er að finna á www.goblin.is og skráning fer fram á Sportabler. Hægt er að nota frístundastyrk Akureyrarbæjar fyrir námskeiðin. 

Sambíó

UMMÆLI