Gæludýr.is

Nýir eigendur Greifans eru hjónin Arinbjörn og Hugrún ásamt Natten ehf.

Greifinn  er aftur kominn í eigu Akureyringa

Greifinn er aftur kominn í eigu Akureyringa

Eins og Kaffið greindi frá fyrr í dag hafa orðið eigendaskipti á veitingastaðnum Greifanum. Fréttin kom út áður en samningur um eigendaskiptin var undirritaður en nú hefur Kaffið fengið það staðfest að búið er að ganga frá sölunni.

Hjónin Arinbjörn Þórarinsson og Hugrún Helga Guðmundsdóttir hafa, ásamt félaginu Natten ehf., keypt rekstur veitingastaðarins Greifans af Foodco. Natten, sem rekur fyrir á Akureyri sölustaðina Ak-inn og Leirunesti, hefur jafnframt keypt af sömu aðilum fasteignina að Glerárgötu 20 sem hýsir Greifann.

Við hjónin höfum átt mjög ánægjulegt samstarf við Foodco sl. 10 ár og notið þekkingar þeirra á íslenskum veitingamarkaði sem við munum nýta til áframhaldandi reksturs. Við munum einnig kappkosta að halda áfram að bjóða upp á góðan mat og þjónustu á góðu verði og tryggja að Greifinn verði áfram fjölskylduveitingastaður, sem mun halda áfram að styðja ötullega við bakið menningar- og íþróttalífinu hér fyrir norðan, líkt og undanfarin ár,“ segir Arinbjörn Þórarinsson, sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri Greifans ásamt Hugrúnu eiginkonu sinni undanfarin tíu ár. Munu þau hjónin taka við rekstrinum þann 1. desember næstkomandi.

Sjá einnig

Foodco selur Greifann

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó