NTC

Ný snjóbrettamynd frá Eika og Halldóri

Ný snjóbrettamynd frá Eika og Halldóri

Bræðurnir Eiki og Halldór Helgasynir hafa gefið út snjóbrettamyndina We Are Losers 2. Myndin er að hluta til tekin upp á Íslandi og bræðurnir eru á meðal Íslendinga sem sýna listir sínar á snjóbretti í myndinni sem má sjá í heild hér að neðan.

Lobster Snowboards er Snjóbrettamerki bræðrana Eika og Halldórs Helgasonar. Þeir Eiki og Halldór hafa lengi verið á meðal bestu snjóbrettamanna heims og hafa komið fram í ótal snjóbrettamyndum í gegnum tíðina.

We Are Losers 2 er önnur myndin sem þeir gefa út sjálfir með Lobster en sú fyrri, Losers, kom út fyrir fjórum árum síðan.We Are Losers 2 var tekin upp síðasta vetur víða um heiminn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó