NTC

Ný fríhöfn á Akureyrarflugvelli opnar um helgina

Ný fríhöfn á Akureyrarflugvelli opnar um helgina

Nú um helgina verður ný fríhöfn á Akureyrarflugvelli, sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði, tekin í notkun.

Verslun fríhafnarinnar verður ávallt opin á meðan á komum eða brottförum millilandafluga stendur og verða vörur útvegaðar í samstarfi við fríhöfnina á Keflavíkurvelli.

Hjördís Þórhallsdóttir flugvallastjóri greindi frá þessu á Facebook síðu sinni í gær og segir þetta vera frábæra þróun fyrir Akureyrarflugvöll.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó