Ný rennibraut í Sundlaug Dalvíkur mun kosta bæjarfélagið 50 milljónir króna. Byggingarnefnd um endurbætur á sundlauginni fór fram á 15 milljóna króna viðbótarframla vegna kaupa á rennibrautinni á síðasta fundi í byggðaraði Dalvíkur.
Keypt verður tvöföld vatnsrennibraut fyrir sundlaugina. Ásamt nýrri rennibraut verður sundlaugarlóðin endurbætt og nýr búnaður keyptur. Í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2018 er heimild vegna rennibrautar 35 milljónir króna. 15 milljóna króna viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé.
UMMÆLI