Klukkan 13 í dag mun NorðurHjálp opna dyr sínar í nýju húsnæði við Óseyri 13, en opið verður til klukkan 17 í dag. Markaðurinn var til húsa að Hvannavöllum 10 (gamla Hjálpræðishernum) þar til 1. apríl í fyrra en þá rann leigusamningurinn út. NorðurHjálp færði sig um setur að Dalsbraut 1 en hefur nú aftur flutt starfsemi sína.
„Okkur líst ofsalega vel á þetta og nú verðum við með næg bílastæði, sem veitir ekki af því aðsóknin er mikil,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir, ein þeirra sem rekur góðgerðarsamtökin, við Akureyrarbæ á Facebook-síðu sveitarfélagsins.
UMMÆLI