Mögnuð útgáfa af Neðanjarðar í Fróða Fornbókabúð

Mögnuð útgáfa af Neðanjarðar í Fróða Fornbókabúð

Efnilegt tónlistarfólk úr Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri flutti lagið Neðanjarðar eftir 200.000 Naglbíta í Fróða Fornbókabúð til þess að auglýsa söngleikinn Hjartagull.

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir söngleikinn Hjartagull eftir Aron Martin Ásgerðarson í Menningarhúsinu Hofi 19. mars næstkomandi. Söngleikurinn er einmitt byggður á lögum og textum 200.000 Naglbíta. 

Í ár koma hátt í 80 nemendur Menntaskólans á Akureyri að verkinu en magnaðan flutning nokkurra þeirra á laginu Neðanjarðar má heyra í spilaranum hér að neðan.

https://www.instagram.com/tv/CMcBKbLAx4h/?utm_source=ig_web_copy_link
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó