Mikil dramatík í leik SA og Esjunnar

Andri Mikaelsson

SA Víkingar unnu Íslandsmeistara Esjunnar í miklum spennuleik í Skautahöllinni í Laugardal í Hertz deild karla í íshokkí í gærkvöldi. Framlengja þurfti leikinn sem endaði með jafntefli eftir venjulegan leiktíma.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 3-2 fyrir Esjunni. Akureyringarnir í SA náðu að jafna metin og í lok annars leikhluta var staðan orðin 4-4. SA komust 7-6 yfir í lokaleikhlutanum en á lokasekúndunum skoraði Petr Kubos leikmaður Esjunnar ótrúlegt mark af 50 metrum og því þurfti að grípa til framlengingar.

Ingvar Jónsson tryggði SA sigur með gullmarki í framlengingunni. SA sigraði því leikinn og styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar með 17 stig. Esjumenn fá eitt stig úr leiknum. Þeir eru í þriðja sæti með 10 stig.

Mörk SA í leiknum gerðu Jussi Sippon­en, Bart Moran, Andri Mikaelsson, Sigurður Sigurðsson og Ingvar Jónsson. Jussi Sipponen gerði þrjú mörk og Sigurður Sigurðsson 2.

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó