Menningarfélag Akureyrar auglýsir starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Menningarfélag Akureyrar rekur Leikfélag Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, og Menningarhúsið Hof.
„Menningarfélag Akureyrar er þungamiðja öflugs menningarstarfs þar sem listir og mannlíf dafnar og blómstrar. Það skapar ný samfélagsleg verðmæti með vandaðri frumsköpun. Hlutverk Menningarfélagsins er að auka lífsgæði og næra samfélagið sem öflugur vettvangur upplifunar, fræðslu, listsköpunar, og viðburða sem uppfylla fjölbreyttar þarfir samfélagsins. Ástríða, áræðni og fagmennska eru grunngildi og leiðarljós Menningarfélags Akureyrar,“ segir í tilkynningu.
Þeir sem hafa áhuga á starfinu geta sent ítarlega starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið, á umsoknir@mak.is. Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar 2022.
Í auglýsingu Menningarfélagsins segir að helstu verkefni séu:
Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri félagsins
Yfirumsjón með rekstrar- og fjárhagsáætlanagerð
Umsjón með mannauðsmálum, mannaforráðum og ráðningum
Leiðir teymisvinnu sviðsstjóra og vinnur áætlanir í samráði við þá
Yfirumsjón með öllu bókhaldi, launavinnslu, afstemmingum og uppgjörum
Eftirfylgni með stefnu félagsins
Helstu kröfur eru eftirfarandi:
Haldgóð reynsla af rekstri, stjórnun og starfsmannahaldi
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfileikar
Frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun
UMMÆLI