Það verður nóg um að vera á Akureyri um páskana. Á vef Akureyri.is birtist tilkynning þar sem farið er yfir páskana á Akureyri sem má lesa hér að neðan:
Spáð er snjókomu næstu daga og því er útlitið fyrir góða skíðapáska í Hlíðarfjalli betra en útlit var fyrir um tíma. Starfsfólk þar efra er bjartsýnt á góða páska ef vel viðrar.
Mikið verður um tónleika í bænum og má nefna að Valdimar, Stebbi & Efi og Hr. Eydís verða á Græna hattinum, Stuðlabandið og Aron Can verða með ball í Sjallanum, Hvanndalsbræður skemmta á Verkstæðinu, Litla hryllingsbúðin verður sýnd í Samkomuhúsinu, Jóhannesarpassía Bach verður flutt í Hofi og einnig afmælisdagskrá í tilefni þess að Vilhjálmur Vilhjálmsson hefði orðið 80 ára núna í apríl. Listasafnið verður opið alla páskana, Aron Can skemmtir í Hlíðarfjalli, Skautahöllin verður opin og boðið upp á Skautadiskó. Að öllu samanlögðu, mikið um að vera. Nú er rétti tíminn til að koma norður því páskarnir eru á Akureyri.