Maður á tvítugsaldri sem veittist að öðrum með eggvopni í miðbæ Akureyrar hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags um Verslunarmannahelgi í fyrra. Í ákæru segir að sá sem varð fyrir árásinni hafi hlotið lífshættulega stunguáverka á brjósti, baki og herðum, en hann var stunginn að minnsta kosti fjórum sinnum.
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands Eystra þann 30. apríl næstkomandi. RÚV greindi fyrst frá.