MA-ingar styrktu Kraft um rúma milljón

MA-ingar styrktu Kraft um rúma milljón

Fulltrúar Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri hafa afhent ágóða góðgerðarviku skólans til Krafts – Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Ár hvert heldur skólafélagið Huginn góðgerðaviku í þeim tilgangi að styrkja gott málefni. Að þessu sinni var valið að styrkja Kraft og söfnuðust alls 1.086.000 kr.

Á myndinni eru Benjamín Þór Bergsson og Vera Mekkín Guðnadóttir fulltrúar skólafélagsins Hugins og Sólveig Ása Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krafts og MA-ingu.

Heimild: MA.is

Sambíó
Sambíó