Framsókn

Lobster sameinast Yes og NOW

Lobster sameinast Yes og NOW

Fréttir bárust af því nýverið að fyrirtækið Lobster hefði sameinast YES-snjóbrettum og NOW bindingum undir nafninu #YES núna í vetur. Vörur #YES munu fást í 30 löndum í rúmlega 1500 verslunum.

Lobster var stofnað árið 2011 af Akureyringunum Eika og Halldóri Helgasyni í samvinnu við LowPressure Studio í Amsterdam. Árið 2018 var LowPressure Studio og Lobster keypt af svissneska snjóbrettaframleiðandanum Nideceker sem hefur starfað síðan 1887.

Aðspurður hvort að sameiningin muni breyta vöruúrvalinu svarar Eiki:

Vörulínan mun stækka töluvert þar sem við erum að sameina 2 brettalínur í eina, þurftum auðvitað að taka einhver bretti út sem voru svipuð hjá okkur en fyrir okkur erum við að fara úr sirka 9 brettum í um 30! Þannig að það er slatta meiri hönnunarvinna framundan miða við sem var.“

Ljóst er að umsvif Lobster munu aukast og úrvalið einnig, þar sem brettin verða nú bæði fáanleg í netverslunum og hefðbundnum verslunum.

„Það sem vildi svo heppilega til var að við hjá Lobster vorum 100% Online Direct-vörumerki sem þýðir að við seldum aðeins af heimasíðunni okkar og vorum við mjög sterkir á því sviði. YES voru mun meira að keyra á þessu hefðbundna söluneti með dreifingaraðila og selt í búðum um allan heim, þannig að með þessari sameiningu eru Lobster brettin í raun að fara aftur í búðir en auðvitað undir nýju nafni.“

„Við sem stofnuðum þessi 3 fyrirtæki að vinna í þessu öllu saman sem getur stundum verið smá tricky þar sem allir hafa sína skoðun“ segir hann glettinn.

Hvað varðar ávinning fyrir Lobster, segir hann að með sameiningunni muni styrkleikar hvers fyrirtæki fyrir sig bæta upp veikleikana hjá hinum og hvergi muni eitthvað skarast á. Sömuleiðis munu Eiki og Halldór gegna svipuðu hlutverk og þeir gerðu hjá Lobster.

„En þetta var auðvitað erfið ákvörðun að þannig séð leggja niður Lobster nafnið en við höfum verið að keyra mikið á hashtag logo’inu okkar síðustu ár, þannig að við höldum logo’inu og þeir nafninu YES.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó