Leggja sérstaka áherslu á að fylgjast með öryggi barna í bílum

Lögreglan á Norðurlandi eystra mun á komandi vikum leggja sérstaka áherslu á það að fylgjast með öryggi barna í bílum á svæðinu. Meðal annars verður reynt að koma við hjá öllum leikskólum á svæðinu og fara yfir öryggismál barna í bílum með foreldrum og börnunum sjálfum.

Samkvæmt könnunum sem hafa verið gerðar á Norðurlandi eystra eru þessi mál almennt í mjög góðu ástandi og foreldrar meðvitaðir um nauðsyn þess að að börn séu með viðeigandi öryggisbúnað. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir „Því miður eru ein og ein undantekning sem við viljum fækka.“

Í tilkynningunni segir að aðgengi að upplýsingum um þessi mál sé auðvelt og egi finna miklar upplýsingar, þ.a.m. hjá Samgöngustofu, en á heimasíðu þeirra er einmitt nýlegur upplýsingabæklingur um þessi mál. Bæklinginn má nálgast með því að smella hér.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó