NTC

Laufskálaréttarball – mjög gott samstarf var á milli dyravarða og lögregluMynd/islandshestar.is

Laufskálaréttarball – mjög gott samstarf var á milli dyravarða og lögreglu

Lögreglan á Norðurlandi vestra gaf frá sér tilkynningu fyrr dag varðandi Laufskálaréttarballið sem átti sér stað í gærkvöldi. Ástæðan er sú að lögregla og sveitarfélagið Skagafjörður stóðu saman að víðtækri gæslu á Laufskálaréttarballi þar sem áhersla var lögð á að koma í veg fyrir ungmennadrykkju. Í færslunni á Facebook segir:

Nokkur fjöldi ungmenna undir 18 ára aldri reyndist vera undir áhrifum áfengis og í öllum tilvikum sem afskipti voru höfð af ungmennum í slíku ástandi var haft samband við foreldra og/eða forráðamenn. Foreldrum var þá gert að sækja sín ungmenni og fóru nokkrir um langan veg, enda sum ungmenni komin langt að. Flestir foreldrar tóku vel í þá beiðni. Einhverjir voru þó ósáttir en það er kýrskýrt að gefi foreldrar ungmennum sínum leyfi til að sækja viðburð um langan veg þá breytir engu um ábyrgð foreldra.

Öll mál er varða ungmenni yngri en 18 ára eru tilkynnt til barnaverndaryfirvölda í viðkomandi sveitarfélagi.

Að öðru leyti fór skemmtanahald helgarinnar að mestu leyti ágætlega fram, lagt var hald á nokkuð magn ætlaðra fíkniefna og einstaka pústrar voru á milli manna. Reynslan segir okkur þó að mögulegt er að tilkynningar berist lögreglu þegar frá líður helgi um einstaka brot.

Mjög gott samstarf var á milli dyravarða og lögreglu, enda sameiginlegt markmið allra að hver og einn, hafi tækifæri til að skemmta sér vel án ofbeldis.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó