beint flug til Færeyja

Langamma á Akureyri fékk húðflúr í afmælisgjöfMynd/Vísir - aðsend

Langamma á Akureyri fékk húðflúr í afmælisgjöf

Langamma á Akureyri, Arnheiður Kristinsdóttir, fékk sér nýverið húðflúr í tilefni 84 ára afmælis síns, eftir að langömmubarnið hennar, Ronja Axelsdóttir, kom henni á óvart með gjöf. Vísir greindi frá þessu en þær fengu sér samstætt húðflúr af tönn, nánar tiltekið sex ára jaxli, sem tengist því að Arnheiður var tannsmiður í mörg ár.

„Ég elska nefnilega fallegar tennur og mér fannt þessi sex ára jaxl svo fallegur,“ segir Arnheiður við Vísi.

„Ég mæli nú bara með því fyrir allar konur á mínum aldri að hætta að telja árin og bara drífa sig og fá sér tattú, eitthvað fallegt sem hefur merkingu fyrir þær. Það er svo gaman að gleðja sjálfan sig. Það gefur lífinu gildi,“ segir hún og Ronja tekur undir í áfrahaldandi samtali.

Mynd/Vísir – aðsend

Þótt húðflúrið hafi byrjað sem brandari, þá ákvað Arnheiður að taka áskoruninni og fékk sér húðflúr á upphandlegginn. Arnheiður er hæstánægð með útkomuna, þó að flestum vinum og fjölskyldumeðlimum hennar þyki húðflúrið ekki fallegt.

Þó svo Arnheiður sé ánægð með húðflúrið ætlar hún ekki að fá sér fleiri og segir undir lok viðtals við Vísi:

„úff, nei, ég læt þetta eina nú bara duga, ég fer ekki með meira af þessu í gröfina!”

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó