NTC

Kvennaathvarfið missir húsnæði sitt á næsta ári

Kvennaathvarfið missir húsnæði sitt á næsta ári

Að öllu óbreyttu mun Kvennaathvarfið á Akureyri verða húsnæðislaust 1. janúar 2025 en leigusamningnum hefur verið sagt upp í núverandi húsnæði. Vikublaðið greindi frá því að athvarfið óskaði liðsinnis frá Akureyrarbæ við að útvega nýtt húsnæði einnig kemur þar fram:

„Við leitum því hér með til Akureyrarbæjar eftir samvinnu við að finna farsæla lausn á húsnæðismálum athvarfsins og tryggja þannig framboð á því mikilvæga úrræði sem samtökin bjóða konum og börnum sem flýja þurfa heimili sín sökum ofbeldis. Ljóst er að það er einkar bagalegt að grunnþjónusta sem athvarfið veitir sé í ótryggu húsnæði á almennum markaði. Einstaklega mikilvægt er að þjónusta athvarfsins sé samfelld og að húsnæði finnist áður en uppsögn leigusamnings tekur gildi,“ segir í erindi frá Kvennaathvarfinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó