Kvartettinn Ómar fagnar vorinu – Tónleikar á Dalvík á morgun og á Minjasafninu í næstu viku

Kvartettinn Ómar fagnar vorinu – Tónleikar á Dalvík á morgun og á Minjasafninu í næstu viku

Norðlenski kvartettinn Ómar fagnar vorinu um þessar mundir með stuttri tónleikaseríu. Fyrri tónleikarnir verða í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík klukkan 16:00 á morgun, sumardaginn fyrsta. Seinni tónleikarnir verða svo í Minjasafninu á Akureyri klukkan 20:00 þann 30. apríl næstkomandi.

Frekari upplýsingar má nálgast á Facebooksíðu kvartettsins. Söngvararnir sem skipa kvartettinn eru þau Helga, Harpa Björk, Jón Þorsteinn og Pálmi. KaffiðTV leit við á lokaæfingu þeirra fyrir tónleikana í gær. Þeim sem ekki komast á tónleikana er því bent á að fylgjast með Kaffinu á næstu dögum, þar sem hægt verður að hlusta á ljúfa tóna af þeirri æfingu, sem og stutt viðtal við söngvarana.

Sambíó
Sambíó