Þann 10. apríl næstkomandi verður haldið kennaranámskeið í krakkajóga á Akureyri. Megináhersla verður lögð á skapandi aðferðir og munu þátttakendur læra jógastellingar, hugleiðslu og slökun.
Þátttakendur fá tækifæri til að virkja barnslega gleði sína í gegnum æfingar sem börn hafa unun á að gera eins og spuna og þemavinnu þar sem ímyndunaraflið er virkjað. Dansar eins og Tarsan-, Línu langsokks og aðrir dansar sem börn njóta sín í verða kenndir.
„Leikurinn er aldrei skammt undan en hann er talinn vera órjúfanlegur þáttur í þroskaferli barna og því mikilvægt að hann fléttist í allar æfingar. Þátttakendur fá að spinna af fingrum fram og fá handleiðslu til að búa til eigin jógaæfingar sem henta börnum og ungmennum,“ segir Guðbjörg Arnardóttir, kennari og höfundur námskeiðsins.
Guðbjörg er jóga-,dans- og grunnskólakennari. Hún hefur áralanga reynslu af kennslu barna og unglinga. Hún hefur kennt í Svíþjóð, Listdansskóla Íslands, Kramhúsinu, Jógasetrinu, Listaháskólanum og ýmsum leik- og grunnskólum.
Guðbjörg hefur einstakt lag á að virkja gleði, samvinnu og skapandi kraft í kennslustundum sínum. Í lok námskeiðsins fá þátttakendur bók sem inniheldur æfingar sem Guðbjörg hefur sett saman og reynst hafa vel í kennslu í gegnum árin.
Námskeiðið verður kennt í Yogahofinu, Sunnuhlíð á Akureyri, þann 10.apríl næstkomandi. Skráning fer fram á: gudbjorg.arnardottir@gmail.com
Þessi grein er kostuð. Smelltu hér til að kynna þér auglýsingatilboð á Kaffið.is
UMMÆLI