Krafa um nýja sundlaug á AkureyriMynd/Óðinn

Krafa um nýja sundlaug á Akureyri

Aðalfundur Sundfélagsins Óðins var haldinn 8. apríl í Teríu Íþróttahallarinnar og mættu 40 manns. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, fráfarandi formaður, lagði áherslu þörf fyrir nýrri 50 metra innisundlaug á Akureyri þar sem núverandi æfingaaðstaða er ófullnægjandi. Akureyrarbær hefur ekki áform um slíkt á næstu árum en samkvæmt framkvæmdaáætlun bæjarins verður fjármagni varið til ársins 2028 til að skoða möguleika á nýrri laug. Sundsamband Íslands (SSÍ) hefur ítrekað kallað eftir bættri aðstöðu á Akureyri og telur slíka framkvæmd nauðsynlega til þess að styðja við sundkennslu, æfinga- og keppnisfólk. Á fundinum afhenti Hörður Oddfríðarson frá SSÍ bæjarfulltrúa stunguspaða til að minna á mikilvægi þess að hefja framkvæmdir sem fyrst.

Miklar breytingar urðu í stjórn félagsins, þar á meðal gaf Guðrún Rósa ekki kost á sér áfram eftir fjögurra starf sem formaður félagsins, Kristjana Pálsdóttir Margrétardóttir var sjálfkjörin nýr formaður.

Lesa má nánar á vefsíðu Óðins.