Knattspyrnudómarafélag Norðurlands afhenti í dag lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) 300 þúsund krónur í styrk.
Knattspyrnudómarafélag Norðurlands stendur að Kjarnafæðimótinu í fótbolta árlega og í ár rann allur ágóði aðgangseyris frá úrslitaleik Kjarnafæðimótsins til lyflækningadeildar SAk.
Aðalsteinn Tryggvason og Bergvin Fannar Gunnarsson afhentu styrkinn fyrir hönd Knattspyrnudómarafélagsins til þeirra Þóru Ester Bragadóttur og Sólveigar Huldu Valgeirsdóttur sem tóku við honum fyrir hönd SAk.
Í tilkynningu frá SAk á Facebook í dag segir að fjármunirnir verði nýttir á stofum fyrir líknandi meðferðir og verða meðal annar keyptir hlutir til að bæta aðbúnað fyrir aðstandendaherbergi.