Kepptu í skákboxi á Akureyri um helginaLjósmynd: Hnefaleikadeild Þórs

Kepptu í skákboxi á Akureyri um helgina

Síðasliðinn mánudag fór fram „chess-boxing“, eða skákbox viðureign í húsakynnum Hnefaleikadeildar Þórs á Akureyri. Þar mættust þeir Pétur Axel Pétursson og Sævar Ingi Rúnarsson. Þetta kemur fram á Facebook síðu Hnefaleikadeildarinnar.

Chess-boxing er íþrótt þar sem keppinautar takast á í hringnum og á taflborðinu til skiptis þar til annar leikmaður annað hvort lendir rothöggi eða skákar og mátar andstæðing sinn.

Pétur, oft kallaður Pétur Jarl, hafði sigur í þetta sinn sem kom í fjórðu lotu, en sigurinn kom á taflborðinu þar sem hann mátaði Sævar. Ekki er vitað til þess að keppt hafi verið í íþróttinni hér á landi síðan árið 2011, svo Pétur Jarl getur heldur örugglega titlað sig sem núverandi Íslandsmeistara í skákboxi.

Pétur Jarl greindi frá viðureigninni á Facebook síðu sinni þar sem hann tileinkar skák hæfileikum sínum sigurinn: „Var nú heldur farið að draga úr gamla í hringnum í endann og því á ég skák hæfileikum mínum að þakka þennan sigur.“ Sævar svarar í athugasemd við það innlegg að hann komi betur taktískt undirbúinn inn í næstu viðureign þeirra, svo spennandi verður að sjá hvort honum takist að taka af Pétri titilinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó