Kennarar fylltu Ráðhúsið við afhendingu undirskriftarlista

Kennarar fjölmenntu Ráðhúsið.

Kennarar fjölmenntu í Ráðhúsið.

Í dag kl.15.30 skiluðu kennarar inn undirskriftarlista til bæjarstjórnar Akureyrar. Undir kröfuna, sem byrjaði á facebook, hafa um 3000 kennarar víðsvegar um landið skrifað og hafa nú flestir skilað honum inn til sveitarstjórna. Þar eru kennarar að krefjast þess að sveitarfélögin í landinu bregðist við alvarlega ástandinu sem skapast hefur í skólakerfinu vegna rangra áherslna kjarastefnu sveitarfélaga gagnvart grunnskólakennurum, en Kaffið fjallaði nánar um undirskriftirnar og kröfuna í heild sinni í gær.

Guðmundur bæjarfulltrúi tók á móti listanum.

Kennaranemar afhentu Guðmundi einnig undirskriftalista

Kennarar Akureyrar fylltu ráðhúsið í dag þegar listanum var skilað inn en það var auðfinnanlegt að mikill hiti og óánægja ríkti meðal þeirra. Guðmundur, bæjarfulltrúi, hélt stutta tölu yfir hópnum þar sem hann varpaði allri ábyrgð þessarar kjarastefnu yfir á ríkið og fullvissaði fólk um að litla peninga væri að finna innan sveitarfélaganna.
Bæjarstjórinn var ekki við til þess að taka á móti kennurunum og listanum.

15045559_10210599734653450_914399825_n

Margt um manninn í ráðhúsinu.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó