Framsókn

Katrín Björg nýr framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu

Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu til næstu fimm ára og tekur við embættinu af Kristínu Ástgeirsdóttur. Katrín var valin úr hópi níu umsækjenda. Í umsögn hæfnisnefndar um Katrínu Björgu segir að hún sé reyndur stjórnandi með ótvíræða leiðtogahæfileika, jákvæð, skipulögð og þægileg í samskiptum. Hún hafi verið mikið viðloðandi jafnréttismál á starfsferli sínum og meðal annars tekið þátt í mótun starfsemi Jafnréttisstofu frá stofnun hennar.

Katrín Björg lauk M.Ed gráðu í menntunarfræðum með áherslu á kynjajafnrétti frá Háskólanum á Akureyri árið 2011. Áður hafði hún lokið menntun í uppeldis- og kennslufræðum frá sama skóla árið 1996 og BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1992.

Katrín hefur frá árinu 2014 verið aðstoðarmaður bæjarstjóra á Akureyri. Árin 2006 – 2014 var hún framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrar, 2003 – 2006 var hún jafnréttisráðgjafi Jafnréttis- og fjölskyldunefndar Akureyrar og árin 2000 – 2003 starfaði hún sem sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. Áður starfaði hún við Minjasafnið á Akureyri og við Héraðsskjalasafn bæjarins.

VG

UMMÆLI

Sambíó