Framsókn

Katla Björg tvöfaldur Íslandsmeistari – Tobias vann í stórsvigi

Katla Björg tvöfaldur Íslandsmeistari – Tobias vann í stórsvigi

Katla Björg Dagbjartsdóttir, sem keppir fyrir Skíðafélag Akureyrar, varð um helgina tvöfaldur Íslandsmeistari á skíðum. Katla sigraði í svigi á laugardaginn og í stórsvigi í gær, sunnudag, á Skíðamóti Íslands. Thobias Hansen, úr Skíðafélagi Akueyrar, varð Íslandsmeistari í stórsvigi karla í gær.

Katla var með best­an tíma í báðum ferðum í svig­inu á laugardag. Í gær byrjaði hún ekki eins vel og var með fjórða besta tím­ann eft­ir fyrri ferð í stór­svigi. Seinni ferð hennar var hinsvegar glæsileg og tryggði henni efsta sætið.

„Gærdagurinn fór mjög vel. Þar fór allt eins og planað var. Dagurinn í dag var aðeins erfiðari. Ég tók svolítið háa línu í fyrri ferðinni, en svo bara negldi ég seinni,“ sagði Katla í viðtali við fréttastofu RÚV eftir keppnina í gær.

Tobias Hansen bar sigur úr býtum í stórsvigi karla en samanlagður tími hans úr ferðunum tveimur var ein mínúta og 52,67 sekúndur.

VG

UMMÆLI