Gæludýr.is

Karnival á lokahelgi Listasumars og Gilið lokað fyrir bílaumferð

Karnival á lokahelgi Listasumars og Gilið lokað fyrir bílaumferð

Lokahelgi Listasumars 2023 fer fram um helgina og nóg verður um að vera í bænum. Til að mynda verður karnival í Listagilinu og því verður stærstur hluti Kaupvangsstrætis lokaður fyrir bílaumferð frá klukkan 14-18 laugardaginn 22. júlí. Bílastæðið efst í Listagilinu verður þó opið.

Gestum og gangandi verður boðið í hljóðfærasmiðju, á listsýningar og í grímusmíðju. Jafnframt verður boðið upp á dansgólf í Deiglunni og Kaktus. Karivalið hefst klukkan 19.30 á föstudag og því lýkur klukkan 17.00 á sunnudag.

Auk karnivalsins á laugardaginn verður tónleikaröðin Mysingur V í mjólkurportinu á bak við Listasafnið sem hefst klukkan 17.

Stofutónleikar Viktors Orra og Álfheiðar Erlu verða í Davíðshúsi kl. 20 á laugardag og á sunnudag verða lokatónleikar Sumartónleika í Akureyrarkirkju kl.17 en að þessu sinni ætla Ásta Soffía og Sigríður Íva Þórarinsdóttir að spila Íslensk og norsk þjóðlög.

Nánari dagskrá Listasumars má finna á listasumar.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó