Karlarnir Íslandsmeistarar og allir titlar til KA

Karlarnir Íslandsmeistarar og allir titlar til KA

Karlalið KA í blaki tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi eftir sigur á Þrótti. Karlaliðið er því handhafi allra titla sem í boði eru í blakinu þennan veturinn líkt og kvennaliðið og allir blaktitlar á Íslandi tilheyra því KA.

Þetta er í annað skiptið í sögunni sem sama félagið er handhafi allra stóru titlanna í blaki, bæði karla og kvenna en það var einnig KA sem afrekaði þetta árið 2019.

KA er því Íslandsmeistari, Bikarmeistari og Deildarmeistari í blaki karla og kvenna veturinn 2024-2025. Magnað afrek.

Sambíó
Sambíó