Karlakórinn Hreimur í Þingeyjarsveit á 50 ára afmæli í ár, en kórinn var stofnaður í janúar 1975. Í tilefni stórafmælisins verða haldnir tónleikar í félagsheimilinu Lauarborg á Hrafnagili föstudaginn 11. apríl næstkomandi.
Kórinn hefur þegar tekið forskot á sæluna á vorfagnaði sínum í Ýdölum síðustu helgi. Þar stigu þeir á stokk með söngkonunni Heru Björk Þórhallsdóttur, ásamt sívinsælum sveitungum sínum Rangárbræðrum. Fullt var út að dyrum í Ýdölum um síðustu helgi og vonast Hreimsmenn til þess að geta sagt slíkt hið sama um tónleikana í Laugarborg á föstudaginn.
Miðar verða seldir við hurð á föstudaginn og hefjast tónleikarnir klukkan 20. Judith György, tónlistarkenni við Tónlistarskóla Húsavíkur, er undirleikari Hreims. Daníel Þorsteinsson, kórstjóri, er nýr stjórnandi Hreims þennan veturinn. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook viðburði tónleikanna með því að smella hér.