KA fór til Ólafsvíkur og burstaði Víkinga

Emil Lyng hlóð í þrennu

KA-menn áttu ekki í neinum vandræðum með Ólafsvíkinga í dag þegar liðin mættust í 6.umferð Pepsi-deildar karla á Ólafsvíkurvelli.

Danski framherjinn Emil Lyng átti sannkallaðan stórleik og hlóð í þrennu en hann skoraði fyrstu tvö mörk leiksins á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.

Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks en Gunnlaugur Hlynur Birgisson klóraði í bakkann fyrir heimamenn með stórglæsilegu marki á 86.mínútu. Lyng svaraði því með því að fullkomna þrennu sína af vítapunktinum tveim mínútum fyrir leikslok.

KA-menn voru miklu betri aðilinn stærstan hluta leiksins og hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum. Úrslitin þýða að KA að er komið aftur á sigurbraut og situr nú í 3.sæti Pepsi-deildarinnar.

Víkingur Ó. 1 – 4 KA
0-1 Emil Lyng (‘3)
0-2 Emil Lyng (’21)
0-3 Elfar Árni Aðalsteinsson (’48)
1-3 Gunnlaugur Hlynur Birgisson (’86)
1-4 Emil Lyng (’88, víti)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó