KA/Þór lýkur taplausu tímabili með sigri á Fram 2Ljósmynd: thorsport.is

KA/Þór lýkur taplausu tímabili með sigri á Fram 2

Meistaraflokkslið KA/Þórs í handbolta lék sinn síðasta leik í Grill 66 deildinni í dag þegar þær tóku á móti Fram 2 í KA-heimilinu.

Leiknum lauk með yfirburðarsigri KA/Þór; 39-21 og varð þar með endanlega ljóst að liðið fer taplaust í gegnum tímabilið og lýkur keppni með 34 stig. Stelpurnar unnu sextán leiki og gerðu tvö jafntefli á tímabilinu.

KA/Þór eru að sjálfsögðu deildarmeistarar, en það var ljóst fyrir meira en mánuði síðan. Stórsigurinn í dag var því aðeins rúsína í pylsuendanum.

Sambíó
Sambíó