KA/Þór á toppnum eftir stórsigur

KA/Þór á toppnum eftir stórsigur

Frábær spilamennska KA/Þór í Olís deild kvenna í handbolta heldur áfram. Í gær tók liðið á móti FH í KA-heimilinu og vann öruggan 34-17 sigur.

Sigur KA/Þór var aldrei í hættu í gær en eftir um 15 mínútna leik var staðan orðin 11-3. Staðan í hálfleik var svo 19-5 KA/Þór í vil.

KA/Þór skellti sér á topp deildarinnar með sigrinum en liðið er nú með 16 stig líkt og Fram.

Ásdís Guðmunds­dótt­ir og Hulda Bryn­dís Tryggva­dótt­ir voru markahæstar hjá KA/Þór í leiknum en þær skoruðu sjö mörk hvor. 

Mynd: KA.is/Egill Bjarni

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó