KA í bikarúrslit eftir dramatík og vítaspyrnukeppni

KA í bikarúrslit eftir dramatík og vítaspyrnukeppni

Karlalið KA í knattspyrnu tryggði sér í gær þátttöku í úrslitaleik Mjólkurbikarsins eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni eftir dramatískan leik. Vítaspyrnukeppnina á sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

Markalaust var í hálfleik eftir mikinn baráttuleik. KA menn komust yfir á 56. mínútu þegar Ásgeir Sigurgeirsson fylgdi skoti Jakobs Snæs Árnasonar með marki.

Breiðablik jafnaði leikinn á 87. mínútu og komust svo yfir í uppbótartíma og virtust hafa tryggt sér sigurinn. Ívar Örn Árnason jafnaði þó leikinn á ný með marki á lokasekúndunum og því var leikurinn framlengdur.

Blikar komust yfir í framlengingunni með marki úr vítaspyrnu en Pætur Pætursson jafnaði leikinn á ný og leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir framlenginuna og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.

KA vann vítaspyrnukeppnina 3-2 og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum þar sem þeir mæta annað hvort ríkjandi meisturum Víkings eða KR.

Nánar má lesa um leikinn á fótbolti.net.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó