KA handhafar allra titla sem í boði eru

KA handhafar allra titla sem í boði eru

KA tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna og fullkomnuðu þar með ótrúlegt tímabil þar sem þær standa uppi sem handhafar allra titla vetrarins. Íslandsmeistarar, Deildarmeistarar, Bikarmeistarar og Meistarar Meistaranna.

Stelpurnar unnu Völsund 3-1 í KA-heimilinu í gærkvöldi í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Julia Bonet Carreras var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar en hún var einnig stigahæsti leikmaður deildarkeppninnar.

Þetta er fjórða árið í röð sem að KA konur vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þá hafa þær orðið Bikarmeistarar þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.