KA mætti Víking í bikarúrslitaleik nú í dag á Laugardalsvelli og fór með sigur á hólmi 2:0. Þetta er í fyrsta skipti sem KA vinnur bikarinn en þeir höfðu tapað fjögur ár í röð gegn Víkingi í úrslitum. Viðar Örn Kjartansson skoraði fyrsta mark leiksins á 37 mínútu eftir hornspyrnu frá Daníel Hafsteinssyni, þar sem mikið kraðak myndaðist en Viðar náði að koma boltanum inn. Bæði lið börðust með kjaft og klóm en það var ekki fyrr en á lokamínútu uppbótartíma þegar bætti Dagur Ingi Valsson bætti við öðru marki og gulltryggði sigurinn fyrir KA.
Mikil stemming var fyrir leik og hittust hressir stuðningsmenn KA á Ölver til þess að hita upp fyrir leikinn. Myndir má sjá frá viðburðinum þar sem Saint Pete frumflutti nýtt stuðningsmannlag KA við góðar undirtektir.
Myndir fréttarinnar koma frá Jóhanni „Jet“ Hjaltasyni
UMMÆLI