Handboltaþjálfarinn Jónatan Magnússon mun taka við sem nýr þjálfari IFK Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næsta tímabili. Jónatan hefur stýrt handboltaliði KA síðan árið 2019 en gaf það út fyrr í vetur að hann myndi ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili.
Lið Skövde er sem stendur í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð. Liðið hefur undanfarin tvö tímabil endað í 2. sæti deildarinnar. Jónatan tekur við liðinu af Henrik Signell en hann hefur stýrt liðinu frá árinu 2000.
Jónatan er mikill KA maður og auk þess að hafa stýrt liði KA frá árin 2019 hefur hann verið yfirþjálfari yngri flokka KA og KA/Þórs frá árinu 2016. Jónatan er uppalinn í KA og spilaði með liðinu á sínum tíma. Hann lék sinn fyrsta leik aðeins 17 ára gamall. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2002, Bikarmeistari árið 2004 og Deildarmeistari árin 1998 og 2001.
Ítarlega umfjöllun um Jónatan og feril hans í handbolta hingað til má finna á vef KA.
UMMÆLI