Jóna Margrét til liðs við Cartagena

Jóna Margrét til liðs við Cartagena

Blakkonan Jóna Margrét Arnarsdóttir skrifaði í gær undir hjá spænska liðinu FC Cartagena. Jóna sem er aðeins 19 ára gömul var mikilvægur hluti af liði KA sem hampaði öllum titlunum í vetur og stóð því uppi sem Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess að vera meistari meistaranna.

„Þetta er afar spennandi skref hjá okkar frábæra leikmanni,“ segir í tilkynningu á vef KA. Jóna er uppalin í KA og hefur æft með meistaraflokk frá árinu 2016, þá var hún aðeins 12 ára gömul.

Hún var kjörin íþróttakona KA árið 2022 og var í lok núverandi tímabils kjörin besti leikmaður liðsins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Jóna blómstrað í uppspilarastöðunni hjá KA liðinu undanfarin ár og orðin fastamaður í A-landsliði Íslands. 

Nánari umfjöllun á vef KA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó