Jóhann Már Leifsson hefur verið valinn íshokkímaður ársins 2018 af stjórn Íshokkísambands Íslands.
Jóhann Már hefur um árabil leikið með meistaraflokki Skautafélags Akureyrar með frábærum árangri og margsinnis hampað Íslands- og deildar- og bikarmeistaratitli. Jóhann er fæddur árið 1993 og hóf að leika íshokkí 3 ára gamall. Jóhann spilaði fyrsta meistaraflokks leik sinn 14 ára gamall og var orðinn fastamaður í liði Víkinga 15 ára gamall. Hann spilaði erlendis tímabilið 2011-2012 með Niagara Fury í CJHL deildinni í Kanada. Jóhann hefur einnig leikið með öllum landsliðum Íslands en hlutverk hans með landsliðinu hefur vaxið jafnt og þétt og er hann nú lykilmaður í liðinu.
,,Jóhann Már er þekktur fyrir baráttu sína og vinnusemi inn á ísnum ásamt því að vera góður liðsfélagi og ávallt tilbúinn til að taka þátt í landsliðsverkefnum og er til fyrirmyndar í alla staði. Íshokkísamband Íslands óskar Jóhanni Má innilega til hamingju með árangurinn,“ segir í tilkynningunni frá Íshokkísambandi Íslands.
UMMÆLI