NTC

Íþróttamiðstöð Siglufjarðar opnar á ný eftir viðhaldMynd/Fjallabyggð

Íþróttamiðstöð Siglufjarðar opnar á ný eftir viðhald

Íþróttamiðstöð Siglufjarðar var lokuð vegna viðhalds dagana 21. -28. október síðastliðna. Ástæðan er sú að unnið var að viðhaldi á sturtuklefum og sundlaugabakka. Nýtt gólfefni hefur verið sett í sturturýmin, sundlaugarbakkinn pússaður upp og lýsingin í sundlaugarsalinn endurbætt með nýjum ljósum. Þetta kemur fram á vefsíðu Fjallabyggðar. Einnig kemur þar fram að á meðan á framkvæmdum stóð málaði listamaðurinn Emma Sanderson veggmynd í sundlaugarsalnum sem gefur rýminu falleg og listræna ásýnd. Verkefnið fékk styrk frá Fjallabyggð á árinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó