Innkirtlamóttaka SAk fagnar 10 ára afmæli

Innkirtlamóttaka SAk fagnar 10 ára afmæli

Innkirtlamóttaka SAk fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir. Innkirtlamóttakan hefur frá upphafi verið mikilvæg þjónusta fyrir einstaklinga með sykursýki og áður fyrir þau sem takast á við aðra innkirtlasjúkdóma á starfssvæði SAk. Þetta kemur fram á vef Sjúkrahússins á Akureyri.

„Á innkirtlamóttökunni er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu, hvatningu í lífsstíl, meðferðarstýringu og árlegt eftirlit til að fyrirbyggja fylgikvilla. Hefur innkirtlamóttakan skipt talsverðu máli við að veita nærþjónustu og samfellu í meðferð. Innkirtlamóttaka SAk er innan Göngudeildar lyflækninga sem áður var Almenn göngudeild,“ segir á vef SAk þar sem má lesa meira.